146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[12:40]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið. Jú, við þurfum að stefna að því að ná niður greiðsluþátttöku og setja fleira undir hana. Við þurfum að setja sálfræðiþjónustu undir hana. Við tölum um geðheilbrigðisvandamál, sem virðast vera allt um lykjandi, en við þurfum við að ná fleirum en bara geðlæknum inn í þetta kerfi. Ég held að það sé mikilvægt að draga fleiri inn í kerfið og svo verða þeir sem þurfa mikið á lyfjum að halda að koma þar inn. Við þurfum að reyna að draga úr kostnaði þeirra. Það er erfitt að lesa í það en við vitum að þessi málaflokkur hefur verið í erfiðleikum staddur. Ég er að reyna að lesa í þetta og eftir þeim upplýsingum sem þó hafa komið fram eftir ágang þingmanna í umfjöllun um málið, virðist ekki vera nægjanlega ráð fyrir gert að greiðsluþátttakan verði enn þá minni.