146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

vextir og verðtrygging o.fl.

216. mál
[21:25]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst það grundvallaratriði að lánasamningar séu löglegir. Það er verið að gera samningana löglega, þeir voru það ekki áður. Ég er ekki á móti þessu frumvarpi. Ég vil gengistryggð lán. Það skiptir bara máli að fólk sé upplýst um það og lánaskilmálar séu löglegir. Það er grundvallaratriði. Það var það ekki hér áður þegar lánastofnanir voru að bjóða fólki ólögleg lán. Mér finnst dálítill munur á því hvort skilmálarnir séu löglegir eða ekki. Ég vona að ég sé búin að svara þeirri spurningu.

En hv. þingmaður vitnaði í heimildarmynd sem sýnd var sérstaklega í janúar um mína baráttu. (RBB: Ég var að spyrja um gjaldmiðlastefnu ríkisstjórnarinnar.)

Ef ég mætti bæta við þá bind ég vonir við að sú vinna sem er í gangi, verkefnastjórn — það er hópur sem er að fara yfir þá stefnu. Ég bind vonir við að það komi (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) slík … (Gripið fram í: … svara.) Mér finnst svolítið mikill dónaskapur hér í salnum.

(Forseti (ÞE): Ræðumaður hefur orðið.)

Mér finnst að mér vegið persónulega.