146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

vegabréf.

405. mál
[19:55]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta mál er hið vandræðalegasta þar sem greinargerð með frumvarpinu er röng eins og við höfum komið inn á áður. Þar er rætt um að Þjóðskrá Íslands ætli sér að leigja búnað til þess að framleiða vegabréf en ætlunin er hins vegar að kaupa hann. Okkur finnst mikilvægt að virðing sé borin fyrir því að greinargerðir hafa lögskýringargildi. Við sáum ekkert því til fyrirstöðu að þetta mál yrði kallað inn aftur og lagt fram með réttri greinargerð. Okkur finnst þetta frekar léleg vinnubrögð, en við höfum samt sem áður ekkert á móti því að Þjóðskrá fái að kaupa sér græjur til þess að búa til vegabréf eins og til stóð, þannig að við verðum gul á þessu máli.