146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:01]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir ræðu fyrri þingmanns. Í tillögum nefndarinnar er lagt til að stjórnsýslan eða Stjórnarráðið og Alþingi gangist fyrst undir jafnlaunavottun eða starfaflokkun. Ef við skjótum rúmlega á það, miðað við umsagnir gesta, hvað það myndi kosta gætu það verið um 100 milljónir sem það kostar í mannmánuðum að fara í gegnum þá starfaflokkun. Ég segi þetta af því að það vantar kostnaðarmat í frumvarpið. Það á að fylgja samkvæmt þingskapalögum. Við Píratar værum græn á þessu ef þetta væri ekki gallað. Það er bara svo einfalt. Vinstri græn hafa kallað þetta mál byrjendamistök. Við Píratar kvittum ekki undir byrjendamistök.