146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:35]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Samfylkingin leggur fram nokkrar breytingartillögur. Margar þeirra eru sannarlega til bóta og hið sama gildir um Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. Við Framsóknarmenn höfum lýst því yfir að þessi fjármálaáætlun sé ekki nægilega góð og það þurfi að vinna hana upp að nýju. Við höfum þá skoðun að það sé hægt að fara aðra leið, skynsamlegri leið sem myndi meðal annars byggjast á því að fara í innviðauppbyggingu víða á landsbyggðinni þar sem þensla er engin. Það er skynsamlegri leið að hugsa til hins blandaða hagkerfis og fara varlegar í alla hluti. Við munum sitja hjá við allar breytingartillögur Samfylkingarinnar þó að margar þeirra séu, eins og ég sagði áður, góðar sem og við breytingartillögu frá Vinstri grænum.