146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[17:47]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrirkomulagið sem Alþingi setti upp um val á dómurum við nýtt dómstig var ekki til þess gert að ráðherra, sama hversu merkilegur hann er, gæti beitt geðþóttavaldi til að velja fólk í dómarastörf, þau sem honum eru þóknanlegir hverju sinni. Þess vegna var sett upp sérstök dómnefnd sem hefur það hlutverk að leggja mat á þá þætti sem talið er að dómarar þurfi að uppfylla. Þess vegna getur Alþingi ekki stutt rakalausa geðþóttastjórnsýsluákvörðun ráðherrans sem hefur ekkert með framtíðarsýn að gera eða kerfisbreytingar, heldur afturhvarf til fortíðar. Þvílík vonbrigði ef þingmenn sem segjast boða ný vinnubrögð gangast inn á þessi fortíðarvinnubrögð. Segjum nei og vísum málinu frá.