147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[10:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir svör hans. Jú, það er vissulega rökrænt samhengi í þessu. Þarna gleymist úr jöfnunni að það er á sama tíma veitt ívilnun til kaupa á bæði tvinn- og rafknúnum bílum. Það er stöðugt verið að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafknúna bíla. Við vitum öll að sú tækni er bæði dýrari núna en hún mun verða í framtíðinni og bílarnir eru ekki jafn langdrægir og þeir verða vonandi í framtíðinni, nema þá einstaka bifreiðar. En við erum þarna að reyna að stíga fyrstu skref inn í hreinni framtíð þar sem við verðum með hreina innlenda orkugjafa í stað erlendra mengandi orkugjafa.