148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

tilhögun umræðna.

[11:55]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill geta þess að í ljósi aðstæðna hér og að skammur tími er til stefnu hefur náðst samkomulag um ræðutíma fyrir dagskrárliði 3–4 með sama hætti og var sl. þriðjudag. Ræðutíminn er þannig að framsögumaður hefur tíu mínútur en aðrir þingmenn þrjár mínútur en þó þannig að umræða standi ekki lengur en í hálfa klukkustund um hvert þingmál. Andsvör eru ekki leyfð.