148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[20:26]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessu hnitmiðuðu og skýru svör við spurningu minni. En mig langar þá til að spyrja: Þetta gat sem er talað um, 645 milljónir, sem Landspítalinn hefur talað um að vanti í rekstur til að halda spítalanum gangandi, er það eitthvað sem er búið að lagfæra á þessum stutta tíma? Er þetta ekki lengur það sem er verið að biðja um? Er búið að koma til móts við allar þarfir Landspítalans? Þannig að ef ég hringi á morgun þá staðfesta þau það?