148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[14:45]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Það er rétt, þessi hugmynd um guðlast fer á svig við þá grundvallarhugmynd opins samfélags að ekki sé til sú hugmynd að ekki megi gera gys að henni; þetta eru bara hugmyndir, þetta er ekki fólk, bara hugmyndir. Ég hjó eftir því að hv. þingmaður las nokkur dæmi úr Mósebók um alls konar reglur og siði sem eru aflagðir og hafði orð um það að það að vera gyðingur fælist ekki endilega í umskurði eftir einhvern tíma. En er ekki grundvallaratriði að það getur ekki komið frá okkur að segja til um hvað það er að vera gyðingur og hvað það er ekki að vera gyðingur? Það verður að koma innan úr þessum samfélögum sjálfum, þessi vitundarvakning sem við viljum sjá varðandi réttindi barna.