148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:15]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá mennta- og menningarmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 211, um rekstur háskóla, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 328, um innflæði erlends áhættufjármagns, frá Þorsteini Sæmundssyni.

Borist hefur bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 263, um kostnað við heilbrigðisþjónustu fyrir erlenda ferðamenn, frá Birgi Þórarinssyni.

Borist hafa tvö bréf frá félags- og jafnréttismálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 305, um sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs, frá Þorsteini Sæmundssyni, og þskj. 288, um framboð á félagslegu húsnæði, frá Alex B. Stefánssyni.

Borist hefur bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 336, um matvælaframleiðslu á Íslandi, frá Þórarni Inga Péturssyni.

Borist hefur bréf frá umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 304, um herstöðvarrústir á Straumnesfjalli, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

Loks hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 237, um innflutning á hráum og ógerilsneyddum matvælum, frá Bjarna Jónssyni.