148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

lögheimili og aðsetur.

345. mál
[14:22]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að ræða málefni barna og lögheimili þeirra. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir kynningu á frumvarpinu en verð sömuleiðis að lýsa furðu á því að það sé komið fram. Þó að búseta barna eða lögheimilisskráning þeirra heyri mögulega undir annan ráðherra hefði verið hægðarleikur fyrir tvo ráðherra í ríkisstjórn að sammælast um breytingar á þessum lögum. Þetta eru jú ein og sömu lögin.

Ég velti aðeins fyrir mér hvort hér sé eingöngu verið að svara kalli atvinnulífsins eða kalli þeirra sem vilja fá að skrá sig í sveitarfélag hvar lægri útsvarsprósenta er. Eða til hvers er þetta? Var þetta svo brýnt að það yrði að fara í þessar breytingar, að hjón geti verið skráð á tveimur stöðum, á meðan kallað hefur verið eftir breytingu á lögheimilisskráningu barna árum saman?