148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:54]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér er um að ræða stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Hér er verið að leggja grundvöll að stefnu fimm ár fram í tímann. Það nær vitaskuld ekki nokkurri átt og verður að teljast jaðra við lítilsvirðingu að fjármálaráðherra skuli ekki sitja hér í salnum og taka þátt í þessari umræðu. Ég vil þess vegna taka undir þær kröfur sem hér hafa verið settar um að þessari umræðu verði frestað og hún tekin upp að nýju þegar ráðherra hefur aðstöðu til þess að taka þátt í henni.