148. löggjafarþing — 41. fundur,  20. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[19:07]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég fæ nú vart orða bundist vegna ummæla hv. þm. Birgis Ármannssonar sem ber við einhvers konar aðildarskorti fjármálaráðherra að þessu máli. Að sama skapi virðist mega skilja orð hv. 1. varaformanns fjárlaganefndar, Haraldar Benediktssonar, svo að sjálfstæði Alþingis sé í hættu og stafi ógn af því að fjármálaráðherra sé viðstaddur þessa umræðu. Ég ætla að leyfa mér að varpa því fram, herra forseti: Hvað halda menn að myndi gerast á Norðurlöndum ef fjallað væri um jafn stórt mál og hér er á dagskrá án þess að ráðherra málaflokksins væri mættur í sal?

Að sama skapi get ég tekið undir það að fyrrverandi fjármálaráðherra er náttúrlega yfirburðamaður (Forseti hringir.) og verður lengi í minnum hafður, en ég verð að segja það að mér finnst heldur miklu lofi hlaðið á þann einstakling fyrir það eitt að hafa gefið sér tíma (Forseti hringir.) til að sitja hér undir umræðu og taka þátt í umræðum um sambærilegt mál.

(Forseti (ÞorS): Forseti beinir því til þingmanna að virða tímamörk.)