148. löggjafarþing — 42. fundur,  21. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[17:41]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Á þessum tímapunkti vísa ég einfaldlega í umrædda umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en mun að sjálfsögðu fara í það fyrir 3. umr. að grafa dýpra og finna frumheimildina. Ég tel þá breytingu sem hér er lögð til vera mun veigameiri, mun víðtækari í raun, kerfisbreytingu en aðrar þær breytingar sem þingmaðurinn vísar til og að hún þurfi einfaldlega lengri undirbúning.