148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[18:47]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka þeim hv. þingmönnum sem hafa komið hér upp í andsvör. Það var nokkuð óvænt, ég bjóst ekki við miklum viðbrögðum í sjálfu sér við þessum ræðustubbi mínum. En spurningin var: Erum við undirbúin til að taka á móti 3–4 milljónum, svo við höldum okkur við einhverja tölur? Ég myndi segja nei, ekki án þess að við breytum verulega um vinnubrögð og setjum sennilega aukið fjármagn í þennan málaflokk og styðjumst við vinnuafl sem þyrfti að flytja inn og margt fleira sem við þekkjum af eigin raun nú þegar en höfum í raun og veru ekki rætt nægjanlega vel til þess að maður sjái fyrir sér að tvöföldun á núverandi ferðamannafjölda gangi upp, hvort sem það heita innviðir eða vinnuafl eða fjármagn. Þannig að ég er efins um að við séum undirbúin undir þennan fjölda.