148. löggjafarþing — 43. fundur,  22. mars 2018.

fjármálastefna 2018--2022.

2. mál
[20:49]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég tek undir með hv. þingmanni að þetta verður jafnvægislist. Eins og hv. þingmaður kom inn á í ræðu sinni náðum við greinilega toppi hagsveiflunnar um það bil í lok árs 2016 og erum í kólnandi hagkerfi. Það kom mjög vel fram í öllum umsögnum og kemur fram í hagspá Hagstofunnar að við erum ekki komin á samdráttarskeið heldur kólnandi hagkerfi að því leyti til að hagvöxtur er hér minni en verið hefur undanfarin misseri, dregið hefur úr honum.

Varðandi innviðina verður þetta jafnvægi. Við eigum von á því og kölluðum eftir því í hv. fjárlaganefnd að í útfærslunni — af því að þetta er stefnumörkunarferli og ríkisfjármálaáætlun fylgir þessari stefnu og það eru mjög aðkallandi (Forseti hringir.) framkvæmdir fram undan í innviðauppbyggingunni — virðum við þau grunngildi sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál.