148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:40]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þá bón hv. þingmanna að fjármálaráðherra komi inn í sal og taki þátt í umræðunni, sér í lagi með hliðsjón af öðrum umræðum sem við höfum uppi um viðveru ráðherra við þetta tilefni sem við förum kannski betur út í á eftir. Ég get upplýst þingheim um að hæstv. fjármálaráðherra er í húsinu, er nánar tiltekið á neðri hæðinni inni í Skála og ætti auðvitað að vera hér og taka þátt í umræðunum, eins og ég segi sér í lagi með hliðsjón af öðrum umræðum sem við ræðum kannski betur á eftir — eða vonandi ekki.