148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[16:55]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir fyrirspurnina. Hvað varðar skörun við hafnarsvæði er gert ráð fyrir því að það verði sérstakt samráð við hafnarstjórnir vegna hafnarsvæðanna sem tekið er fram í frumvarpinu. Þetta kemur inn vegna athugasemda sem komu fram í umsagnarferlinu.

Varðandi vatnasvæðanefndirnar þá eru þær hluti af því sem svæðisráðinu og Skipulagsstofnun er ætlað að eiga í samráði við; þau eiga að vera ráðgefandi fyrir vinnuna í svæðisráði. Þeirra hlutverk er í raun gerð aðgerðaáætlana varðandi vatnasvæði, stöðumat á ástandi vatnasvæða og þar fram eftir götunum. Í því sitja fulltrúi Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og einhverra fleiri ef ég man þetta rétt.