148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

287. mál
[19:10]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Stutta svarið varðandi fyrri spurninguna um það hvort heimabruggun sé enn refsiverð: Ég hygg að svo sé í þessum skilningi, þ.e. gæta þyrfti samræmis milli þess máls sem hv. þingmaður vísaði til og þessa frumvarps hér. Sú endurskoðun sem þarna er um að ræða á refsiákvæðum er fyrst og fremst að verið er að reyna að skerpa verulega á og skilgreina betur refsirammann sem þegar er fyrir hendi hvað þetta varðar og einmitt þannig að hann nái með sama hætti til frjálsrar smásöluverslunar. Þetta er atriði sem þyrfti að gæta að í vinnu nefndar.