148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:30]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins er kveðið á um að barn eigi að öðlast réttindi í þrepum. Þetta hefur allt komið fram í umræðu í þessum þingsal. Ég og hv. þingmaður erum einfaldlega ósammála um þetta, heyrist mér. Það er allt í lagi að vera ósammála og komast svo bara að því hvor skoðunin nýtur meirihlutafylgis og hvor minnihlutafylgis.

Hvað varðar hvaða meinbugi ég sjái á því að vísa þessu til ríkisstjórnar vísa ég í svör mín við andsvörum hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar.