148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[19:33]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held ég þurfi ekki að svara hv. þingmanni öðru en þessu: Ég hef verið fylgjandi því að lækka hér kosningaaldur. Ég greiddi því atkvæði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að lækka skyldi almennan kosningaaldur, þ.e. líka til Alþingis. Ég varð þar undir, var þar í minni hluta. Það munaði ekki miklu. Það eru skiptar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum eins og ég hygg að sé í velflestum flokkum. En mér finnst erfitt að sætta mig við að vera stillt upp við vegg, eins og mér sýnist að verið sé að reyna að gera með framlagningu þessa frumvarps, að neyða mig til þess að leggjast gegn máli sem ég er að mörgu leyti sammála. Ég tel að það séu svo miklir fingurbrjótar og brotalamir í frumvarpinu (Forseti hringir.) að það gangi hreinlega ekki upp. Ég get tekið undir með flutningsmönnum (Forseti hringir.) frumvarpsins þegar kemur að lækkun kosningaaldurs. En það verður þá að vera samkvæmni í hlutunum.