148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

upptaka samræmdrar vísitölu neysluverðs.

135. mál
[15:29]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Sá vilji að miða verðtryggða lánasamninga við vísitölu án húsnæðisliðar birtist víða, m.a. bæði hjá verkalýðshreyfingunni og í stjórnarsáttmála hæstv. ríkisstjórnar. Hér erum við að sýna vilja okkar til slíkra breytinga að undangengnu faglegu mati og við felum fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp sérfræðinga sem meti kosti og galla þess að miða verðtryggingu slíkra samninga við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar ellegar að lántaki hafi val um hvaða vísitala liggi til grundvallar verðtryggingu.

Ég tel afar mikilvægt að þetta sé metið. Málið hefur tekið nokkrum breytingum í meðferð hv. efnahags- og viðskiptanefndar, allar breytingar eru til bóta sem ég styð og ég þakka hv. efnahags- og viðskiptanefnd fyrir.