148. löggjafarþing — 64. fundur,  29. maí 2018.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

622. mál
[20:36]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir svörin. Maður hefur heyrt þetta með t.d. Facebook og Google varðandi ýmislegt sem kemur upp á vefnum og maður er að skoða og þegar þeir bjóða manni upp á leiki og eitthvað slíkt, að þá séu þeir að kortleggja mann og maður er flakaður og flattur út um allan heim.

Svo hjó ég líka eftir því hjá þingmanninum að fólk þurfi að fá að vita rétt sinn í málum um persónuvernd. Þá er spurningin: Vantar mikið upp á í því að upplýsa fólk um það? Svo er eflaust en hvað er það þá helst? Eru það upplýsingar um aðgengi fólks að því hvaða rétt það hefur? Getur þingmaðurinn aðeins farið yfir hvað hann átti við með því að fólk ætti rétt á að vita meira um eigin persónu á alheimsvefnum?