148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[15:05]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Ég kem hérna upp til að árétta það sem þingmenn hér á undan mér hafa talað um varðandi frumvarp um veiðigjöld, hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Ég lagði inn fyrirspurn til skriflegs svars til ráðherra um áramótin. Fékk svar seint og um síðir um þetta mál að það væri ekkert í gangi. Síðan kemur það inn í atvinnuveganefnd í gærmorgun. Ég var svona rétt búinn að átta mig á málinu þegar það var tekið út úr nefndinni.

Vandi lítilla og meðalstórra útgerða er mikill. Ég hefði viljað sjá fókusinn á þeim þætti. Ég hef ekki fengið miklar upplýsingar um stærri útgerðirnar þannig að þetta mál hefði þurft að fá miklu lengri tíma til umræðu. Ég set bara virkilega mikið út á þessa málsmeðferð og hvernig hún er höfð.