148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[15:06]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Herra forseti. Ég hjó eftir þeim orðum að við værum í einhvers konar tímaeyðslu. Ég vil nú ekki alveg taka undir þau orð að við séum í tímaeyðslu hér. Ég held við séum öll sem eitt að koma fram mjög mikilvægum sjónarmiðum sem gagnast umræðunni. Mér finnst svolítið sérstakt að upplifa það, ef það er rétt, að ekki eigi að standa við þá samninga sem gerðir voru fyrir þinghlé fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ég vil því ítreka hér í mínu seinna holli hvort það standi ekki.