148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Afbrigði um dagskrármál.

[16:51]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Kallað var úr hliðarsölum hérna áðan að ekki væri búið að ákveða hvernig ætti að skipta upphæðinni upp á milli útgerða. Verður ekki að liggja fyrir rökstudd stefna byggð á jafnræðisreglu eða öðrum löglegum sjónarmiðum? Ekkert svoleiðis er í þessu frumvarpi svo ég sjái, þannig að ef þingið samþykkir þetta frumvarp þá er það að kvitta undir tóman tékka. Ég hef heyrt þingmenn kvarta undan því að lög um opinber fjármál taki fjárveitingavaldið frá þinginu. Með þessu væri þingið að sjá um að afsala sér fjárveitingavaldinu alveg sjálft. Þar er kannski munur á skilgreiningum okkar á nákvæmni varðandi þessa tilvísun sem er verið að vísa í varðandi frumvarpið og ég hafi ekki rétt fyrir mér en ég tel þann rökstuðning ekki byggðan á jafnræðisreglu eða öðrum lögmætum sjónarmiðum.