148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[23:17]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Forseti. Þegar ég hef verið að reyna að setja upp reiknilíkan í þessu hef ég miðað við 35%. Hér á árum áður þá gaf ég víst út og stofnaði blað sem hét Viðskiptablaðið. Árið 1995, svíki minnið mig ekki, var gefið út sérstakt aukablað um tekjuskattskerfið og hvernig hægt væri að koma tekjuskatti einstaklinga niður í 5%, að vísu að viðbættu útsvari sveitarfélaga sem þá var í kringum 11% eða 12%, ef ég man rétt. (Forseti hringir.) Þá ætlaði ég líka á móti að spara töluvert mikið í útgjöldum sem hv. þm. Bergþór Ólason var að spyrja mig um hér áðan.