148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[13:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegi forseti. Það er hreint með ólíkindum að hlusta á þvæluna, virðulegi forseti, sem kemur frá hæstv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í þessum sal og beinlínis ósannindin sem koma úr munni hans. (Forseti hringir.) En þau hef ég svo sem heyrt áður, þetta er ekki í fyrsta sinn sem sá ágæti maður vinnur með slíkum hætti. (BjG: Æ, Gunnar Bragi, haltu virðingu þingsins.)(Gripið fram í.) Svo ég tali nú ekki um það sem hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sem gjammar hér úr hliðarsal, er að þvæla um að Miðflokkurinn hafi skipt um mál. Við sömdum um að ákveðið mál yrði klárað þegar þing kæmi saman eftir hlé. En það er alveg ljóst, og ágætt að hæstv. ráðherra og formaður Framsóknarflokksins viti það, að hann stýrir því ekki hvaða mál það er sem Miðflokkurinn kýs að klára við þinglok. Þá er alveg ljóst að það var eitt mál sem við vildum klára við þinglok og það var þetta mál. Það var ekkert annað mál sett á oddinn. Það ver ekki beðið um að neitt annað mál (Gripið fram í: Þetta er rangt.) yrði klárað. (BjG: Það er rangt) Ekki eitt einasta. (Gripið fram í.) Nei. (Gripið fram í.)

(Forseti (SJS): Forseti biður um þögn í salnum. )

Hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir: (Forseti hringir.) Ekki gjamma fram í og vera með lygi og óheiðarleika. (Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Forseti biður um eðlilega ró á fundinum. Ræðutímanum er lokið og forseti biður hv. þingmenn að gæta orða sinna.)