149. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2018.

um fundarstjórn.

[15:19]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hingað upp öðru sinni til þess að ræða þessa framkvæmd. Vissulega er ekki um að ræða samgönguáætlun heldur drög að samgönguáætlun eins og hv. þm. Birgir Ármannsson benti réttilega á. Ef þessi drög nást ekki út úr stjórnarflokkum má þá ekki segja að það sé harla óábyrgt af stjórnarflokkum og ráðherra að blása til fjölmiðlafundar með húllumhæi um drög sem kannski munu aldrei líta dagsins ljós? Samgönguáætlun varðar líf fjölda fólks. Þetta er líf fólks. Þetta eru lífsgæði, hvernig fólk kemst á milli staða.

Þetta er ekkert smáræðismál. Það er alveg fáránlegt að helmingur þingmanna hafi ekki hugmynd um hvað stendur þarna en eigi engu að síður að vera að tjá sig um þetta mál við íbúa og við fjölmiðla. Þessi vinnubrögð eru þinginu bara alls ekki til sóma.