149. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2018.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

155. mál
[15:25]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Það er vissulega þörf á því að hafa öflugt starfslið sér til halds og trausts en það er líka mikilvægt að hafa í huga að peningarnir í ríkiskassanum eru ekki óþrjótandi. Við horfum kannski fram á tíma þar sem breytingar eru í vændum. Það eru blikur á lofti um að aðeins sé að minnka í ríkiskassanum. Þess vegna endurtek ég áhyggjur mínar. Nú er verið að breyta þessu og það hefur 70 millj. kr. kostnað í för með sér, sem er væntanlega viðvarandi kostnaður því að bæta þarf við ráðuneytisstjóra og einhverju starfsfólki. Svo talar hæstv. forsætisráðherra um mikilvægi þess að efla stjórnsýslu og það er varla gert með öðru en aukamannskap.

Ég verð að segja að ég hef svolitlar áhyggjur af því hvernig þetta fer að líta út og spyr: Eru merki um alla þá fjármuni í fjárlagafrumvarpinu (Forseti hringir.) sem við erum að vinna á þinginu þessa dagana?