149. löggjafarþing — 26. fundur,  5. nóv. 2018.

bókagjöf norska Stórþingsins til Alþingis.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Í tengslum við fund norrænna þingforseta, til hliðar við nýafstaðið þing Norðurlandaráðs í Ósló, afhenti forseti norska Stórþingsins, Tone Wilhelmsen Trøen, forseta Alþingis höfðinglega gjöf norska Stórþingsins til Alþingis í tilefni af fullveldisafmæli Íslands.

Gjöfin er íslensk þýðing útgefin á bók og þýdd er bókin Landnám Íslands frá Noregi eftir Þormóð Torfason. Bókina skrifaði Þormóður á latínu um árið 1700 en Gottskálk Jensson þýddi á íslensku.