149. löggjafarþing — 29. fundur,  8. nóv. 2018.

tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

301. mál
[12:25]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að segja að ég held að þetta frumvarp sé gott. Því beri að fagna að það sé komið fram.

Mig langaði aðeins að fá að spyrja hæstv. fjármálaráðherra nánar út í hámark, þ.e. þakið á endurgreiðslunni, af því að fram kom að það væru viss vandamál varðandi reglur sem gilda á EES-svæðinu upp á að það þyrfti þá að fara að skoða hvert einstakt fyrirtæki ef þetta væri þaklaust.

Þá langar mig bara vita: Þakið sem lagt er til núna, er nóg að hafa einhver fjárhæðarmörk á því til að sleppa undan þessu regluverki Evrópusambandsins? (Forseti hringir.) Eða eru einhver efri mörk á því hvað hægt er að setja þetta þak hátt til að falla undir þær undanþágur (Forseti hringir.) sem Evrópureglurnar veita?