149. löggjafarþing — 35. fundur,  21. nóv. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[19:09]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég vil hvetja þingmenn til að styðja þessa mikilvæga tillögu um lengingu fæðingarorlofs. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp til breytinga um slíkt sem nú liggur fyrir þar sem gert er ráð fyrir að fæðingarorlof lengist úr níu mánuðum í tólf. Í árslok 2012 samþykkti ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna slíka lengingu en horfið var frá því í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem kom á eftir.

Sitjandi ríkisstjórn hefur raunar talað fyrir lengingu fæðingarorlofs á tímabilinu. Þess vegna hvet ég hana nú til að samþykkja þessa tillögu og frumvarp Samfylkingarinnar og drífa í málinu.