149. löggjafarþing — 38. fundur,  26. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[19:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að styðja þá tillögu að þingheimur fái matarhlé í hálftíma. Það er ómögulegt að sitja hérna með tóman maga og hlusta á garnagaulið þegar við erum að ræða fisk og veiðigjöld. Ég held að við getum alveg verið sammála þar, hvar í flokki sem við stöndum og hvaða stefnu sem við höfum, að allir þurfa að borða þótt við ræðum veiðigjöldin. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)