149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[15:05]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Í dag, mánudaginn 3. desember, barst svohljóðandi bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni:

„Þar sem ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að taka mér launalaust leyfi frá þingstörfum um ótilgreindan tíma óska ég eftir því að 1. varamaður á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, Una María Óskarsdóttir, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Gunnar Bragi Sveinsson,

6. þm. Suðvesturkjördæmis.

 

Einnig barst svohljóðandi bréf frá Bergþóri Ólasyni um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunn, dagsett 3. desember 2018:

„Þar sem ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að taka mér launalaust leyfi frá þingstörfum um ótilgreindan tíma óska ég eftir því að 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, Jón Þór Þorvaldsson, taki á meðan sæti mitt á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Bergþór Ólason, 4. þm.

Norðvesturkjördæmis.“

 

Í dag, mánudaginn 3. desember, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá Una María Óskarsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson. Þau hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.