149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

fjárlög 2019.

1. mál
[15:13]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér hafa stjórnarliðar komið og sagt hversu sundurlaus stjórnarandstaðan sé. En það má vekja athygli á því að stjórnin er það líka. Að lækka tekjur og auka gjöld er ekkert rosalega samstætt eða passar ekkert rosalega vel saman til lengdar. Það er ekki sjálfbært.

Mig langaði líka til að vekja athygli á því að hér voru engar tillögur minni hlutans samþykktar af hálfu stjórnarliða en eitt atriði var fellt, tillaga Pírata um auknar fjárheimildir til umboðsmanns Alþingis. Meiri hlutinn felldi þá tillögu og gerði hana að sinni eigin og samþykkti hana. 4 milljónir til umboðsmanns Alþingis sem Píratar lögðu fram: Nei. 4 milljónir til umboðsmanns Alþingis sem stjórnin lagði fram: Já.