149. löggjafarþing — 46. fundur,  11. des. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

185. mál
[15:16]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ekki svo langt síðan þetta þing samþykkti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Við erum hins vegar því miður komin allt of skammt í lögfestingu þessa mikilvæga samnings. Ég lít á þetta úrræði, þessa breytingu, sem afturför í lögfestingu þessa mikilvæga samnings. Ég vil af þessu tilefni hreinlega árétta að á sama tíma og Alþingi samþykkti að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ætlaði það sér líka að samþykkja viðaukabókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem myndi gefa fötluðu fólki tækifæri á að leita til sérfræðinefndar ef brotið væri á réttindum þess samkvæmt samningnum. Það er ekki búið að gera það enn þá.

Gerum það alla vega sem fyrst svo fatlað fólk geti borið það undir þessa nefnd hvort þessi löggjöf og önnur löggjöf, sem ekki er til samræmis við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sé virkilega þannig.