149. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2018.

rammasamkomulag milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um verndun loðnustofnsins og stjórnun veiða úr honum.

448. mál
[14:50]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég lýsi yfir ánægju minni með þetta mál vegna þess að þarna tökum við höndum saman með þjóðunum í kringum okkur um nýtingu loðnu og eftirlit með loðnustofninum. Mér datt í hug þegar ég var að lesa þetta mál að við höfum haft áhyggjur af loðnugöngu undanfarin ár, breyttu göngumynstri og öðru slíku, og hefur mikið verið talað um loftslagsmálin í því sambandi. Þegar ég var á loðnuvertíð fyrir 30 árum var þar um borð maður sem hafði verið á loðnu frá því að veiðar hófust. Hann sagðist aldrei hafa séð það að loðnan hagaði sér eins á milli ára. Mig langar til að segja þetta hérna núna vegna þess að það er aldrei fyrir fram séð hvernig fiskurinn í sjónum hagar sér. Hann hefur bæði sporð og ugga. [Hlátur í þingsal.]