149. löggjafarþing — 54. fundur,  21. jan. 2019.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[15:53]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svörin. Við erum með ákveðinn útreikning á því hvað þarf til að lifa. Það heita listamannalaun. Ég er ánægður fyrir hönd listamanna sem fá rúmar 392.000 kr. í laun skatta- og skerðingarlaust. Og ég spyr mig: Er það ekki viðmið sem við getum látið lífeyrislaunaþega og vinnandi fólk hafa? Við erum með stóran hóp öryrkja, 70%, á tæpum 240.000 kr. sem er síðan skert algjörlega og skattað. Ég segi: Þarna virðist hafa verið búið til viðmið, og sem betur fer fyrir listamenn, sem er flott, en ég spyr mig: Er ekki jafnræði? Hugsið ykkur ef við tækjum þetta til athugunar og settum það inn núna, 392.000 kr. skatta- og skerðingarlaust. Ég er viss um að lífeyrislaunaþegar og öryrkjar myndu fagna því.