149. löggjafarþing — 58. fundur,  29. jan. 2019.

geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga.

[13:50]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Það er gott að eitthvað er að þokast í rétta átt í þessum málaflokki. Ég er ánægð að heyra að hæstv. ráðherra er sammála mér um mikilvægi þess að tryggja föngum viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu.

Eins og við vitum er tíðni geðsjúkdóma talsvert hærri meðal fanga. Þar að auki eru karlmenn a.m.k. þrisvar sinnum líklegri til að fara í fangelsi og allt að sex sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en þeir sem ekki eru í fangelsi.

Tíu manneskjur hafa framið sjálfsvíg í fangelsum landsins síðustu tvo áratugi. Líf þessara tíu manneskja var á ábyrgð og forræði ríkisins, sem svipti þær frelsi sínu.

Nú eru þessir samningar á lokastigi, eins og hæstv. ráðherra segir. Mér skilst að það feli í sér 10% stöðu geðhjúkrunarfræðings og 10% stöðu geðlæknis í fangelsinu á Hólmsheiði sem hýsir um 54 fanga. Ég spyr hæstv. ráðherra: Er það virkilega nóg þegar líf eru í húfi?