149. löggjafarþing — 59. fundur,  30. jan. 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[16:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við sem búum á landsbyggðinni búum við þær sérstöku aðstæður að við fáum til okkar sérfræðiþjónustu sem einkastofurnar ákveða að þær vilji bjóða okkur. Í síðasta punktinum í 2. kafla er fjallað um hlutverk Landspítalans sem háskólasjúkrahúss, að það verði styrkt, og það er gott, og að einnig verði veitt hátækniþjónusta og þriðja stigs þjónusta sem ekki sé hægt að veita annars staðar á landinu.

Ég spyr hæstv. ráðherra hvort þær kröfur verði gerðar til Landspítalans, eða þeirra sérfræðinga sem þar vinna, að þar verði ekki bara sjúkrahúsþjónusta, göngudeildarþjónusta, kennsla og rannsóknir, heldur verði honum líka ætluð ákveðin skylda hvað varðar sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni.