149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[15:57]
Horfa

Frsm. minni hluta um.- og samgn. (Helga Vala Helgadóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni kærlega fyrir seinna andsvar. Varðandi borgarlínu, stokkagjöld, tafargjöld og hvaðeina verð ég að segja að það getur að mörgu leyti verið sniðugt tæki til að stýra umferð og er brúkað víða til þess einmitt að stilla umferðina þannig að ekki myndist ofboðslegir tappar á sama tíma. Sú umræða sem á sér stað á höfuðborgarsvæðinu um þetta er á sama stað og hugmyndir í samgönguráðuneytinu um möguleg veggjöld. Ef við horfum á hvernig það var t.d. í Noregi tók eiginleg vinna við útfærslu veggjalda ekki minna en þrjú ár og það var eftir að farið var á fullt í undirbúninginn. Umræðan sjálf var í gangi um fimm ára skeið eða lengur. (Forseti hringir.) Það sem var á ferðinni hér var að afgreiða (Forseti hringir.) ákvörðun um veggjöld, álagningu skattsins, á alla á innan við viku. Því mótmælum við svo sannarlega.