149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[20:26]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er mjög áhugaverður punktur sem hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson kemur með hér, hvað eitt fyrirtæki á einum stað hefur verið í miklum framkvæmdum. Nýframkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli hafa slagað upp í það að vera jafn miklar á einu ári og í öllu vegakerfinu á Íslandi, allar nýframkvæmdir í vegakerfinu á Íslandi.

Í veggjöldunum erum við ekki að tala um neitt svo háa upphæð. Þetta eru um 60 milljarðar á fimm til sex ára tímabili eða 10–15 milljarðar á ári. Það eru öll ósköpin, af um 400 milljarða kr. fjárfestingarþörf í samgöngukerfinu, þannig að ég get ekki séð hvernig þetta á að setja lög um opinber fjármál á hliðina.