149. löggjafarþing — 62. fundur,  5. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[21:12]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég átta mig á að afla þarf peninga til að byggja upp kerfið, en ég er að segja að á meðan við erum ekki búin að byggja það upp eigum við að gera það með almenna skattkerfinu.

Hvað með að fella niður bensíngjöld? eins og hv. þingmaður spurði. Ég spyr á móti: Finnst hv. þingmanni sanngjarnt, eins og blasir við í gögnunum, að hugsanlega eigi að leggja á bæði bensíngjöld og veggjöld?

Ég spyr að lokum: Hvaða einstaklingar í samfélaginu eru það sem munu síðastir hafa efni á að fara yfir í umhverfisvænni bíla? Eins mikilvægt og það er, að við förum öll yfir í rafmagnsbíla, þurfum við líka að velta fyrir okkur meðan staðan er þessi: Hvaða einstaklingar í samfélaginu verða þeir sem síðastir kaupa sér rafmagnsbíla? Það er fátækasta fólkið.