149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[03:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Forseti. Í gærkvöldi og í nótt hafa einhverjir þingmenn verið hér á sveimi og í salnum, jafnvel þeir sem rita undir nefndarálitið þó að þeir sjái sér ekki fært að taka þátt í umræðunni. Það hefur verið skýrt, m.a. með því að menn vilji ekki tefja umræðuna. Ég veit ekki alveg hvernig það gengur upp. Ég hugsa að það myndi greiða fyrir umræðunni ef einhver svör fengjust, ég ímynda mér það. Í það minnsta væri þá ekki verið að endurtaka sömu spurningarnar aftur og aftur. Ég held að borin von sé að það gerist akkúrat núna. En eins og ég sagði áðan er mögulegt að það gerist í nefndarvinnunni. Hún er hins vegar áhugaverð sú þögn, algjöra þögn, sem ríkir hjá þeim sem eru fylgjandi málinu, að ekki er einu sinni reynt að selja manni það.