149. löggjafarþing — 70. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[04:41]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Forseti. Það eru einmitt ekki veittar neinar skýringar á því hvers vegna eigi að taka þessa ákvörðun. Hins vegar fylgdu þessu sérkennileg skilaboð frá Seðlabanka Íslands um að ef þessi ákvörðun yrði tekin ættu menn að taka hana í síðasta lagi í fyrradag. Nú er ljóst að það var ekki gert. Það var ekki einu sinni þingfundur þann dag. Hvað gerist þá? Er það rétt skilið hjá mér að mati hv. þingmanns, að þá sé það ríkisskuldabréf, sem var lýst að væri á gjalddaga þann dag, greitt út en greitt inn á sérstakan lokaðan bankareikning sem beri enga vexti nákvæmlega í samræmi við áformin eins og þau áttu að vera í upphafi? Með öðrum orðum, (Forseti hringir.) er það þá ekki bara eins og það á að vera?