149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[14:45]
Horfa

Flm. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka andsvarið. Höfuðborgarskyldan er einmitt góð umræða og maður getur ekki gagnspurt þá sem spyrja mann hér úr pontu. Ég held að það sé mjög góð umræða sem við hv. þingmenn ættum að taka hér. Hverjar eru skyldur höfuðborgarinnar með allt sem hún fær með því að vera höfuðborg fyrir allt landið? Það er bara fín umræða sem er hins vegar mjög erfitt að taka og ég hef tekið eftir því að undanfarin mörg ár hefur ekki verið neinn sérstakur vilji hjá borgaryfirvöldum til þess að ræða þau mál. En það á fullan rétt á sér að slík umræða sé tekin. Ég er sammála því sem hv. þingmaður er að ýja að varðandi það. Við náum kannski eitthvað lengra með það að sú umræða verði tekin á næstunni.