149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[21:39]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Auðvitað er ég sammála hv. þingmanni sem hér spurði. Frumvarpið hlýtur að snúast um að einhverjir vilji komast að til þess að hagnast. Það kom hér fram í ræðu fyrr í kvöld að það er dálítið ósanngjarnt að verslunin eigi að hagnast, en svo eigi ríkið að bera kostnaðinn. Ég veit ekki betur en SÁÁ sé alltaf búið með sitt fjármagn í október á ári hverju. SÁÁ getur alls ekki sinnt þeim sem þangað leita eins vel og þau vilja, þannig að ég get ekki lýst mig nægjanlega sammála hv. þingmanni með það að frumvarpið er litað af græðgi. Gróðinn á að fara í hendur fárra aðila sem munu njóta góðs af en aðrir munu bera kostnaðinn. Þann kostnað höfum við alls ekki séð fyrir. Þó svo að við myndum auka fjármagn í lýðheilsusjóð er ég ansi hrædd um að það yrði heldur ekki nóg.