149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[22:04]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvernig komum við málinu frá? [Hlátur í þingsal.] Það er svolítið erfið spurning. Það er á kristaltæru að kannanir hafa sýnt að þjóðin kallar ekki eftir þessu. Við erum með þá niðurstöðu síðan í fyrra eða hittiðfyrra. Og af því að ég var að vitna í bannárin sem ég gúgglaði áðan þá segir hér að það var farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um áfengisbann 1908 og 1933. Það er spurning hvort við getum ekki bara farið í þjóðaratkvæðagreiðslu ef við ætluðum að útkljá málið. Ég er nokkuð viss um að við sem viljum ekki breytingar myndum verða þar ofan á.

Já, ég held að það sé eina leiðin til að losna við málið. Þetta er eins og þráhyggja hjá vissum hópi sem leggur þetta mál fram núna í fimmta sinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla!